Samfélagssamningurinn, "The social contract"

Það er í gildi ákveðinn “Samfélagssamningurinn” (the social contract).  Hann kveður á um að framleiðsla og framboð á vöru skuli vera frjálst en í staðin er gert ráð fyrir því að umsvif fjármagnseigenda og athafnamanna leiði til verðmætasköpunnar fyrir þjóðfélagið.  En hvað ef athafnir framkvæmdamanna og fjármagnseigenda eru ekki hugsaðar til þess að skapa nein verðmæti heldur bara til þess að flytja á milli verðmæti; eða bara til þess að ná undir sig verðmætum sem þegar hafa verið sköpuð og eru fyrir í samfélaginu?  Þá myndast engin hagnaður fyrir samfélagið en verðmæti færast á færri hendur, þ.e. það verður meiri efnahagslegur ójöfnuður án nokkurar verðmætasköpunar.  Nýleg dæmi um þess konar framkvæmdir eða viðskipti eru t.d. “framvirkir samningar”, “skortstöðutökur”, vafningar, afleiðusamningar o.s.fr.  Allt eru þetta veðmál þar sem annar aðilinn græðir jafn mikið og hinn aðilinn tapar, engin nettó hagnaður fyrir samfélagið.  Í fjármálastofnunum er algerlega búið að aftengja peninga við vörur og þjónustu, verslað er með veðmál þar sem algerlega útlokað er að nokkur velferð fáist fyrir samfélagið.  Þess konar viðskipti er margfallt meiri heldur en hin hefðbundnu samskipti við fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu.  Veðmálin eru líka það stór að enginn möguleiki er á að sá sem veðji geti greitt tapið en það greiðist á endanum af ríkinu, þ.e. almenningi. Stjórnlagaþing þarf að taka afstöðu til þess hvort svona viðskipti eigi að tíðkast á Íslandi.  Ef þessi viðskipti verða ekki bönnuð þá þarf að taka afstöðu til hvernig hagnaður af þeim skuli skattaður, t.d. 90%?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband