Hvernig leysa má fjárhagsvanda heimilanna með nýrri stjórnarskrá

Stundum heyrist í umræðum um stjórnlagaþing að stjórnarskráin sé ágæt og að öðruvísi stjórnarskrá hefði ekki getað komið í veg fyrir Hrunið.  Þetta er ekki rétt, og það sem meira er; ný stjórnarskrá getur leiðrétt Hrunið að miklu leyti og algerlega leyst skuldavanda heimilanna. Fyrst, hvernig öðruvísi stjórnarskrá hefði getað komið í veg fyrir Hrunið:  Stjórnarskrá á að taka á valddreifingu, gæta þess að einn hópur nái ekki yfirburðarstöðu í samfélaginu.  Það hefur legni verið vitað að stjórnarskrár hafa ekki tekið á því að hægt er að ná algerlegum pólitískum undirtökum með auðmagni.  Það er ekki girt fyrir það í stjórnarskrám að hægt sé að dæla peningum í stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn, kaupa upp alla fjölmiðla, láta almannatengslafyrirtæki móta skoðanir fólks og áhrifamanna, reka kosningabaráttu með auglýsingum o.s.fr. o.s.fr.  Hefði stjórnarskráin okkar komið í veg fyrir þessa samþjöppun valds með auðmagni. þ.e. að hægt sé að kaupa upp lýðræðið, þá hefði aldrei orðið hér Hrun.  Þau ákvæði sem hægt hefði verið að hafa í stjórnarskrá, og þurfa að fara inn í nýja stjórnarskrá eru reifuð í grein minni “Samþjöppun Fjölmiðlavalds”  Í öðru lagi; hvernig er hægt að t.d. leysa skuldavanda heimilanna með nýrri stjórnarskrá? Nýjar stjórnarskrár eru iðulega skrifaðar í kjölfar þess að válegir atburðir hafa gerst í samfélaginu.  Núlega hafa hörmulegir atburðir gerst á Íslandi, það stefnir í að einn af hverjum tveimur íslendingum eigi ekki neitt í íbúðarhúsnæði sínu, gjaldmiðillinn er hruninn o.s.fr.  Ennfremur er ljóst að ekki var sagt satt orð í fjölmiðlum landsins árum saman, og algerlega sneytt hjá að upplýsa um það sem máli skipti.  Stjórnarskrár sem skrifaðar eru sérstaklega í kjölfar alvarlegra atburða eru oft með beinar tilvísanir í og ákvæði um þessa atburði.  Það er því ekkert óeðlilegt að vikið verði að Hruninu sérstaklega í nýrri stjórnarskrá.  Þar gæti t.d. staðið:   “Ef það verður kreppa (samkvæmt viðurkenndum skilgreiningum) í landinu vegna umsvifa fjármálageirans þá skulu öll verðmæti sem ennþá eru á höndum manna er unnu við eða höfðu ávinning af fjármálaumsvifunum er leiddu til kreppunnar ganga upp í að greiða skaðann sem ríkissjóður og almenningur varð fyrir beint eða óbeint.  Þetta ákvæði skal vera afturvirkt um 15 ár.”  Hér að neðan er viðbót þar sem lesa má hugmyndir að nánari útfærslu á þessari klausu (uppkast). Margan annan ójöfnuð er hægt að leiðrétta með sjórnarskrá, ef gott fólk velst á stjórnlagaþing þá gætu þetta orðið mikilvægustu kosningar í sögu lýðveldisins hingað til.    Viðbót, nánari útfæsla: Varðandi kreppur sem ekki eru orsakaðar af náttúruhamförum eða umhverfisslysum  Við kreppu* er stjórnvöldum heimilt/skylt að grípa til ákveðinna neyðarlaga. Ef kreppuna má rekja til athafna einnar ákveðinnar atvinnugreinar, ákveðinnar starfssemi eða hóps tengdra einstaklinga þá taka gildi ákveðin neyðarlög sem hafa það að markmiði að þessi atvinnustarfsemi og einstaklingar sem að henni stóðu beri sjálfir eins stóran hluta skaðans og hægt er á eftirfarandi máta: a.  Arður sem greiddur hefur verið út á ofannefndu tímabili úr félögum og fyrirtækjum sem síðan urðu gjaldþrota, (eða urðu fjárhagsleg byrði á Ríkissjóði) verði endurgreiddur. b.  Lög um hluthafafélög verði að hluta til afnumin; Ef ríkissjóður hefur hlotið kostnað (beinan eða óbeinan) vegna gjaldþrots hlutafélags skal sá kostnaður greiddur úr öðrum hlutafélögum í eign þessara einstaklinga.  Ríkissjóðu krefur eigendur hins gjaldþrota félags um greiðslu á þeim kostnaði sem ríkissjóður hefur orðið fyrir, (Skýring:  Margir léku þann leik að stofna mörg hlutafélög, taka stór lán og fara að veðja grimmt; flest hlutafélögin töpuðu en sum græddu; aðrir báru kostnaðinn af þeim fyrirtækjum sem töpuðu en eigendurnir hirtu gróðann að þeim sem höfðu heppnina með sér í veðmálunum.)   c.  Hagnaður sem orðið hefur til vegna framvirkra samninga, skortstöðutöku, gengisveðmála, vöndla og annarra afleiðusamninga gengur upp í að lágmarka skaða þjóðfélagsins.    Kreppa er skilgreind eftir alþjóðlega viðurkenndum stöðlum.  Ef það er óljóst þá má t.d. miða við:  Ef á 5 (10?) ára tímabili skuldir ríkissjóðs meira en þrefaldast*, eða ef eignir 95% fátækari hluta almennings (eignir á móti skuldum) rýrna um meira en 15% á 5 (10) ára tímabili; (*Ef ríkissjóður hefur verið nálægt því að vera skuldlaus í upphafi tímabilsins þá er eðlilegra að nota regluna : Ef ríkissjóður hrapar um meira en 20% á lista landa yfir skuldir ríkisins sem hlutafall af vergri landsframleiðslu (af löndum þar sem þessi stærð er þekkt)  

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú þykir mér menn vera orðnir dreymnir.

Einhver besta og öflugasta stjórnarskrá sem samin hefur verið var samin eftir að "fólkið" tók völdin í Rússlandi. Þeir sem tóku að sér að stjórna landinu gleymdu hinsvegar aljörlega að fara eftir henni, í einu og öllu.

Það er gott að hafa góða stjórnarskrá, en tilgangurinn er lítill ef ekki er farið  eftir henni. Stjórnvöld, þó sérstaklega núverandi stjórn, hafa ekki séð sér fært að fara eftir þeirri stjórnarskrá sem nú er í gildi. Síðasta dæmið er nýfallinn dómur hæstaréttar.

Því eru litlar líkur á að ný stjórnarskrá muni breyta miklu þar um!

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband